Um 166 þúsund einkaleyfaumsókna voru lagðar fram til Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) árið 2017 sem er metfjöldi samkvæmt tilkynningu frá EPO. Umsóknarfjöldinn er aukning um 3,9% milli ára en þetta er áframhald á þeirri miklu aukningu á fjölda einkaleyfaumsókna síðustu ára. Um 47% umsóknanna árið 2017 kom frá aðildarríkjum EPO en Bandaríkin (26%), Japan (13%) og Kína (4%) áttu flestar umsóknir þar fyrir utan.

Í fyrsta skiptið í sögu EPO þá var það kínverskt fyrirtæki, Huawei, sem var með flestar einkaleyfaumsóknir hjá EPO, tæpar 2.400 umsóknir. Þar á eftir kom þýska fyrirtækið Siemens (2.220 umsóknir), kóresku fyrirtækin LG (2.056 umsóknir) og Samsung (2.016 umsóknir) og bandaríska fyrirtækið Qualcomm (1.854 umsóknir).