Árið 2018 var metfjöldi umsókna um einkaleyfi, vörumerki og hönnun í heiminum. Hlutur Asíu heldur áfram að aukast, en þaðan komu tveir þriðju einkaleyfaumsókna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðahugverkastofunnar (WIPO), "World Intellectual Property Indicators - 2019".

Síðustu ár hefur fjöldi umsókna um skráningu á hugverkaréttindum aukist mikið á heimsvísu. Aðilar í nýsköpun lögðu fram 3,3 milljónir einkaleyfaumsókna á árinu 2018 sem er 5,2% aukning frá árinu 2017 en þetta er níunda árið í röð sem fjöldi einkaleyaumsókna eykst milli ára. Metfjöldi umsókna kom frá Kína, en 1,54 milljónir einkaleyfaumsókna bárust þaðan árið 2018 sem er er 46,4% allra einkaleyfaumsókna í heiminum. Fjöldi kínverskra umsókna jókst um 11,6% milli ára, en hann er svipaður og samanlagður fjöldi einkaleyfaumsókna frá þeim löndum sem eru í 2. til 11. sæti á listanum.

Hugverkaréttindi á heimsvísu 2017 2018 Aukning á milli ára
Fjöldi einkaleyfaumsókna 3.162.300 3.326.300 5,2%
Fjöldi vörumerkjaumsókna (fjöldi flokka í umsóknum) 12.395.700 14.321.800 15,5%
Fjöldi hönnunarumsókna 1.242.100 1.312.600 5,7%

Á árinu var ennfremur sótt um skráningar 10,9 milljón vörumerkja í 14,3 milljónir flokkum á heimsvísu árið 2018. Umsóknum fjölgaði um 15,5% milli ára, en þetta er einnig í níunda árið í röð sem aukning er á fjölda vörumerkjaumsókna. Kína átti einnig flestar vörumerkjaumsóknir árið 2018, en þaðan komu 7,4 milljónir umsókna árið 2018 sem er aukning um 28,3% milli ára. Um 70% allra vörumerkjaumsókna komu frá Asíu, en hlutur Asíu hefur aukist töluvert á síðustu árum þar sem hann var 36,2% árið 2008. Á sama tíma hefur hlutfall evrópskra vörumerkjaumsókna minnkað úr 38,4% árið 2008 í 15,8% árið 2018.

Talið er að um 49,3 milljónir vörumerkjaskráninga séu nú í gildi í heiminum sem er 13,8% aukning milli ára.

Árið 2018 voru lagðar fram 1,3 milljónir hönnunarumsókna í heiminum sem er 5,7% aukning frá árinu á undan. Flestar umsóknir um hönnun komu frá Kína en þar voru lagðar fram 708.799 hönnunarumsóknir sem er 54% allra umsókna í heiminum á árinu.

Skýrsluna í heild sinni og helstu tölur er hægt að nálgast hér.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email