Mikil aukning var á fjölda vörumerkjaskráninga fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við síðustu tvö ár samkvæmt nýrri tölfræði Hugverkastofunnar.

  • Vörumerkjaskráningar voru næstum tvöfalt fleiri á tímabilinu janúar til mars á þessu ári samanborið við sama tímabil árið 2019.
  • Fjöldi alþjóðlegra vörumerkjaskráninga það sem af er ári voru næstum þrefalt hærri en 2018 og meira en tvöfalt hærri en 2019.
  • Fjöldi vörumerkjaumsókna íslenskra aðila dróst saman en fjöldi umsókna erlendra aðila stóð í stað.
  • Einkaleyfisumsóknum fækkaði á milli ára en aukning var á fjölda alþjóðlegra einkaleyfisumsókna íslenskra aðila.
  • Fjöldi staðfestra evrópskra einkaleyfa dróst lítillega saman.

Þegar litið er til vörumerkja þá var heildarfjöldi vörumerkjaskráninga næstum tvöfalt fleiri á tímabilinu janúar til mars (1.410) samanborið við sama tímabil árið á undan (717). Fjölgunina má rekja til átaks í rannsókn vörumerkja sem staðið hefur frá áramótum. Átakinu er ætlað að stytta til muna málsmeðferðartíma alþjóðlegra vörumerkjaumsókna hér á landi. Um þrefalt fleiri alþjóðleg vörumerki voru skráð hér á landi fyrstu þrjá mánuði ársins á tímabilinu (1.148) miðað við 2018 (388) og meira en tvöfalt fleiri en 2019 (492).

Fjöldi íslenskra vörumerkjaumsókna dróst lítillega saman milli ára. Á tímabilinu janúar til mars bárust Hugverkastofunni 150 vörumerkjaumsóknir frá íslenskum aðilum miðað við 162 umsóknir á sama tímabili árið 2019.

Vörumerkjaumsóknum erlendra aðila fyrstu þrjá mánuði ársins fjölgaði lítillega milli ára, voru 880 samanborið við 878 árið 2019. Fjöldi umsókna var töluvert hærri en janúar til mars árið 2018 (741).

Fjöldi einkaleyfisumsókna sem lagðar voru inn hjá Hugverkastofunni á tímabilinu janúar til mars (9) var lægri en á sama tímabili árið 2019 (18) og 2018 (26). Hins vegar fjölgaði alþjóðlegum PCT einkaleyfaumsóknum íslenskra aðila en þær voru níu fyrstu þrjá mánuði ársins samanborið við fjórar á sama tímabili árið 2019 og eina árið 2018.

Einkaleyfis- og PCT umsóknir jan-mars 2020

Fjöldi staðfestra evrópskra einkaleyfa hjá Hugverkastofunni lækkaði lítillega fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við árið á undan. Á tímabilinu janúar til mars voru 375 evrópsk einkaleyfi staðfest hér á landi samanborið við 386 árið 2019 og 338 árið 2018.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email