Hugverkastofan tekur nú á móti öllum gögnum rafrænt, þ.e. í gegnum rafræn umsóknarkerfi eða með tölvupósti, eftir því sem við á. Þó er viðskiptavinum stofnunarinnar að sjálfsögðu enn heimilt að leggja inn umsóknir og erindi á pappír.

Breytingin snýr helst að umsóknum um útgáfu viðbótarvottorða og alþjóðlegum umsóknum um einkaleyfi, en áður var iðulega kallað eftir frumriti slíkra umsókna.

Í ljósi heimilda stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, um rafræna stjórnsýslu mun Hugverkastofan þannig taka rafræn gögn gild þegar áskilnaður er í lögum eða reglugerðum um frumrit og eins mun stofnunin samþykkja áfram eiginhandarundirskriftir án þess að kalla eftir frumriti viðkomandi skjals.

Hugverkastofan áskilur sér þó þann rétt að kalla eftir frumriti gagna á pappír í þeim tilvikum þegar ástæða er talin til, að mati stofnunarinnar, svo sem ef líkur eru á að gögnin séu ekki óbreytt frá upprunalegri gerð.

Móttaka rafrænna gagna er í takt við stefnu Hugverkastofunnar frá árinu 2018, en þar er lögð sérstök áhersla á rafræna þjónustu.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email