Í ljósi áframhaldandi fjölgunar smita í samfélaginu þá verður móttaka Hugverkastofunnar áfram lokuð frá og með mánudeginum 3. janúar þar til annað verður ákveðið.

Við bendum á fjarþjónustu stofnunarinnar en hægt er að senda inn umsóknir rafrænt, bóka rafræna þjónustu og fá svör við flestum hugverkatengdum spurningum á heimasíðu okkar www.hugverk.is. Einnig er hægt að senda útfyllt eyðublöð í tölvupósti til hugverk@hugverk.is, hafa samband í síma 580-9400, skilja eftir skilaboð á heimasíðu og senda bréfpóst til Hugverkastofunnar Engjateigi 3, 105 Reykjavík.

Almennur þjónustutími er frá kl. 10:00-15:00 alla virka daga.  

Kær kveðja,

starfsfólk Hugverkastofunnar