Í ljósi aðstæðna og fjölgunar smita í samfélaginu þá verður móttaka Hugverkastofunnar lokuð fram yfir áramót. 

Opið verður fyrir rafræn samskipti, þ.e. síma og tölvupóst, fram að Þorláksmessu auk 28. des., 29. des. og 30. des.

Hugverkastofan verður lokuð vegna jólaleyfa á Þorláksmessu, 27. des. og gamlársdag. Opnum aftur mánudaginn 3. janúar.

Við bendum á fjarþjónustu stofnunarinnar en hægt er að senda inn umsóknir rafrænt, bóka rafræna þjónustu og fá svör við flestum hugverkatengdum spurningum á heimasíðu okkar www.hugverk.is. Einnig er hægt að senda útfyllt eyðublöð í tölvupósti til hugverk@hugverk.is, hafa samband í síma 580-9400, skilja eftir skilaboð á heimasíðu og senda bréfpóst til Hugverkastofunnar Engjateigi 3, 105 Reykjavík.

Almennur þjónustutími er frá kl. 10:00-15:00 alla virka daga.  

Kær kveðja,

starfsfólk Hugverkastofunnar

Image
Mynd
Nanna Helga Valfells

Nanna Helga Valfells

Position
Sviðsstjóri Þjónustusviðs
E-Mail
@email