Þann 12. febrúar nk. mun Einkaleyfastofan í samstarfi við Alþjóðahugverkastofnunina, WIPO, standa fyrir námskeiði um alþjóðlega skráningu vörumerkja. Kennari á námskeiðinu verður Ásta Valdimarsdóttir, Framkvæmdastjóri, Alþjóðlegra vörumerkja hjá WIPO.

Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel og stendur frá kl. 9:00 til 12:00.

Aðgangur er öllum heimill, endurgjaldslaust. 

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið postur@els.is fyrir fimmtudaginn 8. febrúar.