Hugverkastofan vekur athygli á námskeiði um breytingar á lögum um vörumerki sem haldið verður þann 18. mars næstkomandi. Námskeiðið er haldið á vegum Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) í samstarfi við Hugverkastofuna og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Með gildistöku laga nr. 71/2020 voru ákvæði vörumerkjatilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2436 innleidd í lög nr. 45/1997 um vörumerki. Breytingarnar tóku gildi 1. september sl. ásamt nýrri reglugerð nr. 850/2020 um málsmeðferð. Með þessum breytingum hafa ný sóknarfæri skapast fyrir notendur á markaði bæði hér á landi sem erlendis þar sem unnt er nú að sækja um vernd fyrir allar tegundir merkja. Þá er málsmeðferð skýrari og gagnsærri en áður, þ.e. umsóknar- og skráningarferli, sem og leiðir þriðju aðila til að sækja rétt sinn t.d. með andmælum eða kröfum um ógildingu eða niðurfellingu skráninga. Þá eru ákvæði um tengd réttindi, þ.e. félaga-, ábyrgðar- og gæðamerki útfærð nánar. Farið verður yfir helstu breytingar og sjónarmið við túlkun á nýjum/breyttum ákvæðum.

Kennarar Margrét Hjálmarsdóttir yfirlögfræðingur hjá Hugverkastofunni og Brynhildur Pálmarsdóttir sérfræðingur hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Staður     Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími         Alls 2 klst. Fimmtudagur 18. mars kl. 11.00-13.00.

Verð        kr. 25.000,- (kr. 2.500 í afslátt fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 7.500,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ.)

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að smella hér.

Image
Mynd
Margrét Hjálmarsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Position
Yfirlögfræðingur
E-Mail
@email