Nóvember tölublað Hugverkatíðinda er komið út og má nálgast rafrænt hér.

Í tíðindunum má finna skráningu og auglýsingu 82 landsbundinna vörumerkja ásamt 258 alþjóðlegum birtingum. Þar kennir ýmissa grasa, má þar nefna Inspired by Iceland sem er skráð sem orð- og myndmerki í 41 flokki, skartgripaframleiðandinn Sif Jakobs fær birtingu á orð- og myndmerki og Blue Lagoon Skincare fær birtingu á orðmerki.

Einnig eru tilkynntar skráningar 11 alþjóðlegra hönnunarumsókna, þar á meðal er skráning á hönnun á Air fryer, sem talin er jólagjöf ársins, auk sótthreinsiskammtara frá Noregi og lampa frá Þýskalandi sem minnir á lögun pretzel - þjóðarkringlu Þjóðverja!

Í blaðinu er auk þess að finna 106 evrópsk einkaleyfi sem taka gildi á Íslandi en þar má nefna tækjabúnað til notkunar við að greina og/eða meðhöndla taugaröskun, búnað til að skera fiskflök af hliðarbeinum og aðferð og búnað fyrir umbreytingu á jarðhitaorku.

Hugverkatíðindi nóvember 2021

Viltu fá Hugverkatíðindin send í tölvupósti?

Skrá á póstlista fyrir Hugverkatíðindi

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email