Ný auglýsing um flokkun vöru og þjónustu, sem taka mun gildi frá og með 1. janúar næstkomandi, hefur verið birt á vefsíðu Stjórnartíðinda og hefur hún fengið númerið 1251/2020.

Flokkunin byggir sem fyrr á uppfærðri 11. útgáfu NICE-flokkunarkerfisins sem tekur gildi á sama tíma. Með uppfærslunni nú áttu sér einkum stað orðalagsbreytingar á yfirskriftum flokka 35 og 36. Nánari tilgreiningar á þeim vörum og þjónustu sem falla undir yfirskriftirnar hafa einnig verið uppfærðar að einhverju marki en þær má nálgast á vefsíðu WIPO hér.

Með hliðsjón af þeim breytingum sem áttu sér stað á lögum um vörumerki þann 1. september síðastliðinn, hafa ákvæði varðandi endurflokkun við fyrstu endurnýjun merkis eftir 1. janúar 2014 verið felld brott og er nú að finna í 47. gr. reglugerðar nr. 850/2020 um umsóknir og skráningu vörumerkja o.fl. Lögin og reglugerðin eru aðgengileg hér og á ensku hér.

Image
Mynd
Margrét Hjálmarsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Position
Yfirlögfræðingur
E-Mail
@email