Ný einkaleyfaleitarvél Hugverkastofunnar er komin í loftið. Vélin hefur svipaða virkni og fyrri einkaleyfaleitarvélin en byggir á nýjum gagnagrunni og hefur hraðari virkni.

Líkt og áður er hægt að leita eftir umsóknarnúmeri, forgangsréttarnúmeri, eiganda og umboðsmanni. Leitast verður við að uppfæra hana reglulega og bæta í takt við þarfir notenda.

Leitarvélina er að finna hér.

Vinna hefur einnig staðið yfir við að uppfæra og laga nýja vörumerkjaleitarvél Hugverkastofunnar. Þeirri vinnu er nú að mestu lokið og því verður lokað fyrir gömlu vörumerkjaleitarvélina á næstu dögum.