Þann 17. desember síðastliðinn tóku gildi hér á landi lög 131/2020 um viðskiptaleyndarmál. Lögin fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/943 frá 8. júní 2016 um verndun trúnaðarupplýsinga um sérþekkingu og viðskiptaupplýsinga (viðskiptaleyndarmál) gegn ólögmætri öflun, notkun og birtingu þeirra.

Lögin fela m.a. í sér skilgreiningu á því hvað teljast vera viðskiptaleyndarmál, ný úrræði til verndar viðskiptaleyndarmálum og útfærslu á því hvenær þeirra er aflað með lögmætum hætti. Þá er nánar útfært en áður hvað teljast vera ólögmæt not eða öflun viðskiptaleyndarmála og til hvaða úrræða má grípa gegn brotum.

Viðskiptaleyndarmál geta verið ýmiss konar upplýsingar sem hafa viðskiptalegt gildi og er því vert að halda leyndum. Upplýsingarnar geta t.d. varðað áætlanir, þekkingu eða ferla en einnig náð yfir t.d. algrím eða reiknirit (e. algorithm) sem fyrirtæki nota í hugbúnaðarlausnum. Viðskiptaleyndarmál geta einnig náð yfir framleiðsluaðferðir eða tækni sem mögulegt er að halda leyndum.

Nánar um viðskiptaleyndarmál

Image
Mynd
Margrét Hjálmarsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Position
Yfirlögfræðingur
E-Mail
@email