Með hliðsjón af breyttum lögum um vörumerki nr. 47/1997 með lögum nr. 71/2020, sem gildi tóku í gær 1. september 2020, hefur ný reglugerð um skráningu vörumerkja o.fl. einnig litið dagsins ljós. Reglugerðin, sem eins og lögin tekur gildi í dag fékk númerið 850/2020 og með henni er fyrri reglugerð nr. 310/1997 felld úr gildi. Yfirlit yfir helstu breytingar er að finna á upplýsingasíðu Hugverkastofunnar hér.

Hugverkastofan vinnur nú að því að laga verklag og tæknilausnir að þessum umfangsmiklu breytingum. Engar breytingar verða að sinni á gjaldskrá Hugverkastofunnar, þ.e. reglugerð nr. 60/2020. Þær málategundir sem varða III. kafla laganna, þ.e. ógilding og niðurfelling falla eftir sem áður undir 10. gr. gjaldareglugerðar. Þá verður innheimt gjald fyrir innlögn breyttra reglna félagamerkis eða ábyrgðar- og gæðamerkis á grundvelli 9. gr. gjaldareglugerðar en sá gjaldaliður varðar 24. gr. laganna. Komi fram beiðni um breytingu á tegund merkis (t.d. um að myndmerki verði hljóðmerki), beiðni um takmörkun eða um nánari útfærslu á vöru- og/eða þjónustulista greiðist innfærslugjald samkvæmt 2. mgr. 16. gr. gjaldareglugerðar.

Image
Mynd
Margrét Hjálmarsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Position
Yfirlögfræðingur
E-Mail
@email