Í lok árs 2020 ákvarðaði Hugverkastofan í eftirfarandi niðurfellingarmálum:

2goiceland

Skráning vörumerkisins 2goiceland felld úr gildi

Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu um að skráning vörumerkisins 2goiceland (orðmerki) nr. V0103052 verði felld úr gildi. Krafan byggði á því að ruglingshætta væri á milli merkisins og óskráðs merkis beiðanda, 2Go Iceland. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að heildarmynd merkjanna væri það lík að ruglingi gæti valdið.

Lesa má ákvörðun nr. 7/2020 í heild sinni hér.  

 

Black Punk

Skráning vörumerkisins Black Punk felld úr gildi

Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu um að skráning vörumerkisins Black Punk (orðmerki), sbr. alþjóðleg skráning nr. 1230659, verði felld úr gildi. Krafan byggði á því að ruglingshætta væri á milli merkisins og óskráðs merkis beiðanda, PUNK. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að heildarmynd merkjanna væri það lík að ruglingi gæti valdið.

Lesa má ákvörðun nr. 8/2020 í heild sinni hér.  

 

Fireball

Skráning vörumerkisins Fireball felld úr gildi

Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu um að skráning vörumerkisins Fireball (orðmerki), sbr. alþjóðleg skráning nr. 944773, verði felld úr gildi. Beiðandi taldi skráninguna ekki uppfylla skilyrði um notkun hér á landi. Þar sem engar athugasemdir bárust frá eiganda varð hann sjálfur að bera hallann af skorti á sönnun hvað notkun merkisins varðaði.

Lesa má ákvörðun nr. 9/2020 í heild sinni hér.  

 

APPLES

Skráning vörumerkisins APPLES felld úr gildi

Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu um að skráning vörumerkisins APPLES (orðmerki), sbr. alþjóðleg skráning nr. 819418, verði felld úr gildi. Beiðandi taldi skráninguna ekki uppfylla skilyrði notkun hér á landi. Þar sem engar athugasemdir bárust frá eiganda varð hann sjálfur að bera hallann af skorti á sönnun hvað notkun merkisins varðaði.

Lesa má ákvörðun nr. 10/2020 í heild sinni hér

 

Skráning vörumerkisins 66°N felld úr gildi

Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu um að skráning vörumerkisins 66°N (orð- og myndmerki) nr. 1218/1998 verði felld úr gildi, en merkið var skráð fyrir fisk og fiskafurðir í flokki 29. Beiðandi taldi skráninguna ekki uppfylla skilyrði um notkun hér á landi. Þar sem engar athugasemdir bárust frá eiganda varð hann sjálfur að bera hallann af skorti á sönnun hvað notkun merkisins varðaði.

Lesa má ákvörðun nr. 11/2020 í heild sinni hér.  

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email