Október tölublað Hugverkatíðinda er komið út og má nálgast rafrænt hér.

Í Hugverkatíðindum í dag má finna auglýsingu 66 landsbundinna vörumerkja ásamt 207 alþjóðlegum birtingum. Þar kennir ýmissa grasa, meðal annars birting á orðmerki hljómsveitarinnar Quarashi og alþjóðlegra vörumerkja fyrir iPhone SE og PS5.

Eitt einkaleyfi er auglýst veitt að þessu sinni en það er fyrir vindmillutúrbínu fyrir skip. Þá er tilkynnt um veitingu 88 evrópskra einkaleyfa.

Eina landsbundna hönnunarskráningu má finna svo finna í hönnunarkafla tíðindanna, en það er fyrir hönnunarmúll fyrir hesta. Einnig eru tilkynntar 58 alþjóðlegar hönnunarskráningar, m.a. fyrir hönnun á snuði og dúkkum fyrir börn og ferðatösku á hjólum. Einnig er þar að finna hönnun á bíl frá ítalska fyrirtækinu Lamborghini.

Skrá á póstlista fyrir Hugverkatíðindi

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email