Ath: Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 6. mars.

Nemendum Háskóla Íslands býðst nú tækifæri á að fara í launað starfsnám hjá Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) eða Hugverkstofu Evrópusambandsins (EUIPO) í gegnum Pan-European áætlunina.

Háskóli Íslands er aðili að Pan-European Seal áætluninni sem er samstarfsverkefni EPO og EUIPO. Með þátttöku fá nemendur Háskóla Íslands tækifæri til að fara í launaða starfsþjálfun hjá  stofnununum en þar geta nemendur öðlast einstaka starfsreynslu hjá alþjóðastofnunum og alhliða fræðslu á hugverkaréttindum. Nemendur á viðeigandi fræðisviðum geta sótt um starfsþjálfun til Háskólans sem útnefnir ákveðinn fjölda nemenda á hverju ári til EPO og EUIPO.  Í ár eru í boði tækifæri fyrir nemendur sem hafa lokið (eða eru að ljúka) námi á ýmsum sviðum, svo sem

  • Raunvísindum
  • Verkfræði
  • Mannauðsstjórnun
  • Viðskiptafræði
  • Samskiptum
  • Alþjóðasamskiptum
  • Hagfræði
  • Lögfræði

Markmið Pan-European Seal áætlunarinnar er að auka þekkingu á hugverkaréttindum meðal nemenda og starfsfólks háskóla í Evrópu og brúa þannig bilið á milli háskóla og atvinnulífsins þegar kemur að hagnýtingu og verndun hugverka. Háskólar sem eru hluti af áætluninni fá aðgang að kennsluefni og annars konar stuðning við kennslu og skipulagningu viðburða tengdum hugverkaréttindum.

Umsóknarfrestur er til 6. mars en hægt er að sækja um á Tengslatorgi Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar og umsókn 

 

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email