Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarp til breytinga á lögum nr. 17/1991 um einkaleyfi.

Breytingarnar varða helst innleiðingu á lengri verndartíma viðbótarvottorða vegna lyfja fyrir börn en jafnframt aðrar smávægilegar breytingar sem er ætlað að auka skýrleika ásamt því að samræma betur íslensku lögin við einkaleyfalöggjöf á Norðurlöndunum sem og Evrópska einkaleyfasamninginn (EPC).

Hægt er að senda inn umsagnir um frumvarpið til og með 19. desember nk. á netfangið postur@anr.is eða í bréfpósti á Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins með því að smella hér.