Einkaleyfastofan og kínverska einkaleyfastofan, þá SIPO, gerðu árið 2014 með sér samkomulag um flýtimeðferð einkaleyfisumsókna, annars vegar fyrir landsbundnar umsóknir og hins vegar fyrir alþjóðlegar umsóknir (PCT) frá Kína. Í fyrstu var um að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára en það var framlengt til ársins 2019. Engar breytingar urðu á leiðbeiningunum af því tilefni.

Ákveðið hefur verið að framlengja samstarfið í annað sinn, nú um fimm ár til viðbótar, þ.e. til 30. júní 2024. Þær leiðbeiningar sem gilt hafa um samstarfið gilda áfram að því frátöldu að leiðbeiningarnar endurspegla nú ný heiti stofnananna tveggja.

SIPO breytti þann 28. ágúst 2018 um heiti og heitir nú China National Intellectual Property Administration (CNIPA). Þann 1. júlí 2019 verður Einkaleyfastofan að Hugverkastofunni, á ensku Icelandic Intellectual Property Office (ISIPO).

Allar nánari upplýsingar um samstarfið, eyðublöð o.fl. má finna hér