Rafrænar þjónustuleiðir og bókun ráðgjafar– sérstök tilmæli með hliðsjón af COVID-19
Mynd

Við biðjum viðskiptavini vinsamlegast um að bóka tíma fyrirfram í gegnum heimasíðu Hugverkastofunnar, með því að senda tölvupóst til hugverk@hugverk.is eða hafa samband í síma 580 9400. Ekki er hægt að ábyrgjast að ráðgjöf sé veitt á staðnum sé tími ekki bókaður fyrirfram.
Við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér rafrænar þjónustuleiðir, þær eru:
- Heimasíða: Hægt er að senda inn umsóknir rafrænt, bóka þjónustu og fá svör við flestum hugverkatengdum spurningum á heimasíðu okkar www.hugverk.is.
- Þær tegundir umsókna sem ekki er hægt að leggja inn rafrænt má senda á útfylltum
- eyðublöðum á netfangið hugverk@hugverk.is.
- Tölvupóstur: Fyrirspurnum sem sendar eru á hugverk@hugverk.is er svarað eins fljótt og auðið er.
- Símsvörun: Opið er fyrir þjónustu og leiðbeiningar í síma 580 9400 alla virka daga.
- Netspjall: Opið er fyrir þjónustu og leiðbeiningar í netspjalli alla virka daga og einnig er hægt að skilja eftir skilaboð allan sólarhringinn.
Opnunartími Hugverkastofunnar er alla virka daga frá kl. 10-15.