Hugverkastofan bendir á að samráðsferli vegna breytinga á reglugerð um einkaleyfi nr. 477/2012 er hafið. Reglugerðina og allar upplýsingar um ferlið má nálgast hér.    

Umsagnarfrestur er til 12. nóvember 2021.

Reglugerðin tengist breytingum á lögum um einkaleyfi nr. 17/1991 (undanþága frá viðbótarvernd), sbr. lög nr. 57/2021 og kveður á um skilyrði og málsmeðferð vegna tilkynninga um fyrirhugaða framleiðslu samkvæmt a. og b. lið 4. mgr. 65. gr. einkaleyfalaga. 

Umsækjendur, rétthafar og þeir sem fram koma fyrir þeirra hönd eru eindregið hvattir til að rýna gerðina og koma á sjónarmiðum sínum á framfæri.

Image
Mynd
Margrét Hjálmarsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Position
Yfirlögfræðingur
E-Mail
@email