Hugverkastofan bendir á að samráðsferli vegna nýrrar reglugerðar um skráningu merkja er hafið. Reglugerðina og allar upplýsingar um ferlið má nálgast hér.    

Umsagnarfrestur er til 26. ágúst 2020.

Í reglugerðinni, sem taka mun við af reglugerð nr. 310/1997 um skráningu vörumerkja o.fl., er málsmeðferð Hugverkastofunnar hvað varðar skráningu merkja útfærð með skýrari hætti en áður, ekki síst með hliðsjón af þeim breytingum sem verða á lögum nr. 45/1997 um vörumerki þann 1. september n.k. með lögum nr. 71/2020.

Umsækjendur, rétthafar og þeir sem fram koma fyrir þeirra hönd eru eindregið hvattir til að rýna gerðina og koma á sjónarmiðum sínum á framfæri.

Image
Mynd
Margrét Hjálmarsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Position
Yfirlögfræðingur
E-Mail
@email