Með breytingu á vörumerkjalögum eru ELS-tíðindi nú Hugverkatíðindi. September tölublað Hugverkatíðinda má nálgast rafrænt hér.

Í Hugverkatíðindum í dag er tilkynnt um skráningu 196 vörumerkja og hafa þá samtals verið skráð 2.888 vörumerki á árinu, sem er nokkru meira en allt árið 2019. Á meðal þeirra merkja sem skráð eru nú eru tvö hljóðmerki sem birtast með nótum og lýsingu.

Í blaðinu að þessu sinni birtist verulegur fjöldi alþjóðlegrar hönnunarskráninga sem Hugverkastofunni hefur ekki reynst unnt að birta vegna bilana í eldri hönnunarskrá. Ný hönnunarskrá var tekin í notkun í sumar og er vandamálið þar með úr sögunni. Ástæða er til að biðja hlutaðeigandi velvirðingar á þessu.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email