Hugverkastofan tók ekki til greina kröfu um að skráning vörumerkisins BB Hotel – Keflavik Airport (orðmerki) nr. V0113771 yrði felld úr gildi. Krafan byggði á því að ruglingshætta væri til staðar á milli merkisins og merkis beiðanda, HÓTEL KEFLAVÍK, nr. V0082922 og eftir atvikum annarra tilgreindra vörumerkja í hans eigu. Það var mat Hugverkastofunnar að sameiginlegur hluti merkjanna væri veikur og í eðli sínu lýsandi fyrir umrædda þjónustu og staðsetningu hennar. Merki beiðanda er skráð á grundvelli áunnins sérkennis og nær vörumerkjaréttur hans því eingöngu til merkisins HÓTEL KEFLAVÍK í þeirri útfærslu, fyrir þá þjónustu sem skráningin nær til. Þá voru aðrir þættir í merki eiganda taldir hafa til að bera nægjanleg sérkenni til aðgreiningar frá merki beiðanda og niðurstaða stofnunarinnar því sú að heildarmynd merkjanna væri ekki það lík að ruglingi gæti valdið.

Lesa má ákvörðun nr. 2/2021 í heild sinni hér

Ákvörðun nr. 2/2021

Vörumerkið BB Hotel - Keflavik Airport (V0113771)

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email