Hugverkastofan tók ekki til greina andmæli gegn skráningu vörumerkisins COCA-COLA ENERGY (orðmerki), sbr. alþjóðleg skráning nr. 1454482. Andmælin byggðu á því að að eigandi skráningarinnar ætti ekki að geta öðlast einkarétt á orðinu ENERGY í merkinu, þar sem það hlyti að teljast vafi á verndarumfangi merkisins og því hvort orðið skorti sérkenni og væri lýsandi fyrir vörur hinnar andmæltu skráningar. Krafðist andmælandi að orðið ENERGY í merkinu yrði undanskilið vernd með skráðri takmörkun. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að í ljósi þess að óumdeilt var í málinu að orðið skortir sérkenni og aðgreiningarhæfi fyrir umræddar vörur væri ekki sérstök ástæða til að ætla að skráning merkisins gæti valdi vafa um það hve víðtækur vörumerkjaréttur eiganda væri þannig að undanskilja þyrfti berum orðum vernd á orðinu ENERGY. 

Lesa má úrskurð nr. 8/2021 í heild sinni hér.

Úrskurður nr. 8/2021

Alþj. skr. nr. 1454482

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email