Hugverkastofan tók ekki til greina andmæli gegn skráningu vörumerkisins Heiturpottur.is (orðmerki) nr. V0114428.

Andmælin byggðu á ruglingshættu við heiti á virkri atvinnustarfsemi og að umsókn um skráningu merkisins hefði verið lögð inn í vondri trú. Engar athugasemdir bárust frá eiganda. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að andmælandi hefði ekki sýnt fram á ruglingshættu við virka atvinnustarfsemi. Þá var ekki unnt að taka ákvæði vörumerkjalaga um að umsókn hefði verið lögð inn í vondri trú til frekari skoðunar þar sem ákvæðinu verður ekki beitt um merki sem sótt var um og skráð fyrir 1. september 2020.

Lesa má úrskurð nr. 7/2021 í heild sinni hér.

Úrskurður nr. 7/2021

Vörumerki V0114428

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email