Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu Pup Cove ehf. um að skráning vörumerkisins INTEGRA (orðmerki), alþjóðleg skráning nr. 705 742, í eigu ONKYO KABUSHIKI KAISHA d/b/a ONKYO CORPORATION verði felld úr gildi á grundvelli 30. gr. a laga um vörumerki nr. 45/1997 (vml.), sbr.  1. tl. 2. mgr. 28. gr. laganna. Beiðandi taldi að framangreind skráning uppfyllti ekki skilyrði 25. gr. vml. um notkun hér á landi. Þar sem engar athugasemdir bárust frá eiganda varð hann sjálfur að bera hallann af skorti á sönnun hvað notkun merkisins varðaði og var niðurstaða Hugverkastofunnar sú að skráningin skyldi felld úr gildi.

Lesa má ákvörðun nr. 5/2020 í heild sinni hér.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email