Hugverkastofan tók til greina andmæli gegn skráningu vörumerkisins MyŠKODA (orðmerki), sbr. alþjóðleg skráning nr. 1466548, að hluta. Andmælin byggðu á ruglingshættu við fjölda merkja andmælanda sem innihalda orðhlutann ŠKODA. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að andmælandi hefði sýnt fram á ruglingshættu við merki hans, þ.e. alþjóðlegar skráningar nr. 1015772 og 1015772B og skráningar nr. V0003290, V0003289, V0003285 og V0003284, hvað varðar automobiles and parts and accessories therefor, included in this class í flokki 12. Þrátt fyrir sjón- og hljóðlíkingu með merkinu og öðrum merkjum andmælanda var það mat stofnunarinnar að ekki væri til staðar vöru- og þjónustulíking og þar með ekki ruglingshætta. Skráning merkisins hélt því gildi sínu fyrir vörur og þjónustu í flokkum 9, 36, 37, 38 og 39.

Lesa má úrskurð nr. 11/2021 í heild sinni hér.

Ákvörðun nr. 11/2021

Vörumerki V0113166

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email