Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu Gentle Giants - Hvalaferðir ehf. um að skráning vörumerkisins Puffin Vodka nr. 461/2012 (orðmerki) í eigu Reykjavík Distillery ehf. verði felld úr gildi á grundvelli 30. gr. a laga um vörumerki nr. 45/1997 (vml.), sbr. 1. tl. 2. mgr. 28. gr. laganna. Beiðandi taldi að framangreind skráning uppfyllti ekki skilyrði 25. gr. vml. um notkun hér á landi. Eigandi merkisins hélt því fram að hann hefði notað vörumerki sitt á síðastliðnum fimm árum með þeim hætti sem áskilið væri samkvæmt vörumerkjalögum og lagði fram gögn því til stuðnings. Niðurstaða Hugverkastofunnar var sú að þegar framlögð gögn eiganda væru virt í heild sinni nægðu þau ekki til að sýna fram á raunverulega notkun merkisins Puffin Vodka í skilningi 1. mgr. 25. gr. vml.

Lesa má ákvörðun nr. 2/2020 í heild sinni hér.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email