Hugverkastofan tók til greina andmæli gegn skráningu vörumerkisins ŠKODA DRIVEN BY POSITIVE ENERGY (orðmerki), sbr. alþjóðleg skráning nr. 1424366, að hluta. Andmælin byggðu á ruglingshættu við fjölda merkja andmælanda sem innihalda orðhlutann ŠKODA. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að andmælandi hefði sýnt fram á ruglingshættu við tvö merki hans, þ.e. skráningar nr. V0003284 og V0003290, hvað varðar targeting [devices]; measuring, detection and monitoring instruments, level indicators and remote controls; scientific research and laboratory apparatus í flokki 9. Þrátt fyrir sjón- og hljóðlíkingu með merkinu og öðrum merkjum andmælanda var það mat stofnunarinnar að ekki væri til staðar vöru- og þjónustulíking og þar með ekki ruglingshætta. Skráning merkisins hélt því gildi sínu fyrir aðrar vörur í flokki 9 og fyrir þjónustu í flokkum 38 og 39.

Lesa má úrskurð nr. 10/2021 í heild sinni hér.

Ákvörðun nr. 10/2021

Vörumerki V0110550

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email