Skráning vörumerkisins Vals heldur gildi sínu
Mynd

Hugverkastofan tók ekki til greina kröfu um að skráning vörumerkisins Vals (orð- og myndmerki), skráning nr. V0112092, yrði felld úr gildi. Til grundvallar ákvörðunarinnar lá meðal annars það mat stofnunarinnar að beiðanda hefði ekki tekist að sýna fram á betri rétt til merkisins á grundvelli notkunar. Þá var ekki talið sýnt fram á að eigandi merkisins hefði verið í vondri trú þegar hann lagði inn umsókn um skráningu merkisins.
Lesa má ákvörðun nr. 5/2020 í heild sinni hér.