Hugverkastofan tók til greina andmæli gegn skráningu vörumerkisins World Class (orð- og myndmerki), sbr. alþjóðleg skráning nr. 706560 (V0106861). Andmælin byggðu á ruglingshættu við merki andmælanda sem fela í sér orðin WORLD CLASS, sem andmælandi taldi sig hafa öðlast vörumerkjarétt til á grundvelli notkunar. Engar athugasemdir bárust frá eiganda merkisins. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að andmælandi hefði sýnt fram á notkun merkisins fyrir þjónustu tengda heilsu- og líkamsrækt í núverandi mynd frá a.m.k. árinu 1995 og að heildarmynd merkjanna væri það lík að ruglingshætta væri til staðar.

Lesa má úrskurð nr. 5/2021 í heild sinni hér.

Úrskurður nr. 5/2021

Vörumerki V0106861

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email