Hugverkastofan hefur tekið til greina kröfu um að skráningar merkjanna Grænt bílalán (orðmerki) nr. V0084605, Grænt lán (orðmerki) nr. V0084604 og Græn fjármögnun (orðmerki) nr. V0084603 yrðu felldar úr gildi. Krafan byggði á því að merkin þrjú hefðu öðlast almenna merkingu fyrir þá þjónustu sem skráningarnar tóku til vegna athafna eða athafnaleysis eiganda, auk þess sem notkunarskyldu eiganda hefði ekki verið fullnægt. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að beiðandi hefði ekki sýnt fram á með tilskyldum hætti að merkin hefðu misst sérkenni og aðgreiningarhæfi vegna athafna eða athafnaleysis eiganda, en í ljósi þess að engar athugasemdir bárust frá eiganda bæri hann sjálfur hallan af skorti á sönnun hvað notkun merkja hans varðar.

Lesa má ákvörðun nr. 4/2021 í heild sinni hér.

Ákvörðun nr. 4/2021

Vörumerki V0084605  Vörumerki V0084604   Vörumerki V0084603

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email