Starfsmannafélag Hugverkastofunnar hefur gefið 120.000 krónur til Ljóssins í stað þess að starfsmenn skiptist á gjöfum. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Hægt er að leggja sitt af mörkum og styrkja ljósið með því að smella hér: https://ljosid.is/gjof/

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email