Einkaleyfastofan verður lokuð dagana 4.-8. október næstkomandi vegna fræðsluferðar starfsmanna.

Vakin er athygli á að opið verður fyrir síma fimmtudaginn 4. október. Að öðru leyti er bent á rafrænar umsóknargáttir fyrir vörumerki og hönnun og rafræna umsóknarkerfið OLF fyrir einkaleyfi.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.