Umsóknir íslenskra aðila um skráningu hugverka hér á landi fækkaði nokkuð árið 2019 miðað við árið á undan samkvæmt nýrri tölfræði Hugverkastofunnar.

  • Vörumerkjaumsóknum íslenskra aðila fækkaði um 26% milli ára.
  • Á sama tíma fjölgaði vörumerkjaumsóknum erlendra aðila um 2%.
  • Einkaleyfaumsóknum fækkaði nokkuð á milli ára.
  • Evrópskum einkaleyfum sem tóku gildi hér á landi fjölgaði lítillega.

Þegar litið er til vörumerkja þá var töluverð fækkun á fjölda umsókna frá íslenskum aðilum á árinu 2019. 639 vörumerkjaumsóknir bárust Hugverkastofunni sem er 26% fækkun miðað við árið 2018, en hafa verður í huga að árið 2018 var algjört metár hvað varðar fjölda vörumerkjaumsókna. Erfitt er að meta ástæður fyrir fækkuninni, en vörumerkjaumsóknir gefa oft vísbendingar um sveiflur og umsvif í viðskiptalífinu. Þessar tölur gætu því verið merki um að íslensk fyrirtæki hafi haldið að sér höndum í fjárfestingum og nýsköpun á árinu 2019.

Mynd
Tölfræði 2019

 

Á sama tímafjölgaði vörumerkjaumsóknum erlendra aðila hér á landi. Á árinu 2019 bárust Hugverkastofunni samtals 3.405 vörumerkjaumsóknir frá erlendum aðilum samanborið við 3.337 umsóknir á árinu 2018 sem er fjölgun um 2%.

Mynd
Tölfræði 2019

Fjöldi einkaleyfaumsókna sem lagðar voru inn hjá Hugverkastofunni lækkaði lítillega milli ára eftir metár 2018. Samtals voru lagðar inn 62 einkaleyfaumsóknir árið 2019 samanborið við 66 umsóknir árið 2018. Umsóknum íslenskra aðila fækkaði úr 57 umsóknum í 46 á meðan umsóknum erlendra aðila fjölgaði úr 9 í 16.

Mynd
Tölfræði 2019

Þá var fjöldi evrópskra einkaleyfa sem voru staðfest hér á landi árið 2019 mjög sambærilegur við fyrra ár. Fjöldi staðfestra einkaleyfa hér á landi sem koma í gegnum Evrópsku einkaleyfastofuna (EPO) hefur aukist mikið frá því Ísland gerðist aðili að EPO árið 2004 og er nú langstærstur hluti einkaleyfa sem eru í gildi hér á landi.

Mynd
Tölfræði 2019

Fjöldi umsókna um skráningu hönnunar stóð í stað milli ára (15) en fjöldi skráninga fækkaði úr 16 í 14.

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email