Fyrir nokkru var tekin sú ákvörðun að tilgreina ekki nöfn starfsmanna í erindum og ákvörðunum Hugverkastofunnar. Í áliti Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 10652/2020, sem lauk 2. júlí sl., kemur fram að nöfn þeirra starfsmanna sem koma að ákvörðun stjórnvalds þurfi að koma fram.

Helstu rök Umboðsmanns fyrir niðurstöðunni eru þau að það hafi grundvallarþýðingu út frá réttaröryggissjónarmiðum að tilgreina nöfn starfsmanna svo málsaðili geti metið hvort viðkomandi starfsmaður er til þess bær að taka ákvörðun í máli eða hvort tilefni er til að efast um hæfi hans. Umboðsmaður taldi ákvæði persónuverndarlaga ekki koma í veg fyrir að nöfn kæmu fram en ef ástæða væri talin til þess að gæta trúnaðar um þær upplýsingar þyrfti að skoða það sérstaklega.

Með hliðsjón af áliti Umboðsmanns verða erindi Hugverkastofunnar framvegis undirrituð.

Image
Mynd
Margrét Hjálmarsdóttir

Margrét Hjálmarsdóttir

Position
Yfirlögfræðingur
E-Mail
@email