Áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar hefur birt úrskurð í máli nr. 4/2018 þar sem úrskurði Hugverkastofunnar í andmælamáli nr. 9/2017, um að skráning merkisins Umami nr. V0100766 skyldi halda gildi sínu, er hrundið. Niðurstaða nefndarinnar var sú að orðið umami skorti sérkenni og það að veita einum aðila einkarétt á orðinu fyrir þær vörur og þjónustu sem sótt var um í flokki 29, 32 og 43 takmarkaði svigrúm annarra til að gera grein fyrir sinni vöru eða þjónustu. 

Lesa má úrskurð nr. 4/2018 í heild sinni hér.
 

Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email