Mikil aukning var á fjölda vörumerkjaskráninga fyrstu sex mánuði ársins miðað við síðustu tvö ár samkvæmt nýrri tölfræði Hugverkastofunnar.

  • Fjöldi vörumerkjaskráninga jókst um 61% á tímabilinu janúar til júní á þessu ári (2.407) samanborið við sama tímabil árið 2019 (1.495).
  • Alþjóðlegar vörumerkjaskráningar fyrstu sex mánuði ársins voru fleiri en allt árið 2019.
  • Fjöldi alþjóðlegra PCT einkaleyfaumsókna jókst mikið milli ára. 16 umsóknir bárust á tímabilinu janúar til júní á þessu ári, sem er næstum jafn mikið og allt árið 2019 (18).
  • Fjöldi vörumerkjaumsókna íslenskra aðila jókst um 7% milli ára en fjöldi alþjóðlegra vörumerkjaumsókna dróst saman um 4%.  
  • Fjöldi staðfestra evrópskra einkaleyfa dróst saman um 6% milli ára.

Vörumerki

Mikil aukning var á fjölda vörumerkjaskráninga milli ára. Samtals voru 2.407 vörumerki skráð hér á landi fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 1.495 árið 2019 og 1.467 árið 2018.  Aukning var á fjölda landsbundinna vörumerkjaskráninga íslenskra (8%) og erlendra aðila (28%) en fjöldi alþjóðlegra vörumerkjaskráninga jókst um 79%. Þessi mikla aukning kemur til vegna átaks í rannsókn vörumerkja sem hófst í byrjun árs og gera áætlanir ráð fyrir að á árinu verði rannsökuð um 4.500 vörumerki samanborið við 3.000 árið 2019. Mikil fjarvinna starfsmanna Hugverkastofunnar vegna COVID19 faraldursins hafði engan neikvæð áhrif á afköst í rannsókn, nema síður sé og hafa nú verið rannsökuð 15% fleiri vörumerki en áætlað var í byrjun árs.

Heildarfjöldi vörumerkjaumsókna fyrstu sex mánuði ársins (2.077) dróst lítillega saman á milli ára, eða um tæp 2%. Fjöldi umsókna íslenskra aðila jókst um 6,5% á tímabilinu samanborið við árið á undan og er það sérstaklega áhugavert í ljósi neikvæðra efnahagslegra áhrifa af COVID-19 faraldrinum. 

tm_umsoknir_jan-jun_2020.png

Einkaleyfi

Fjöldi staðfestra evrópskra einkaleyfa hjá Hugverkastofunni lækkaði lítillega fyrstu sex mánuði ársins miðað við árið á undan. Á tímabilinu janúar til júní voru 712 evrópsk einkaleyfi staðfest hér á landi samanborið við 761 árið 2019, sem er samdráttur um 6%.   

ep_stadf_jan-jun_2020.png

Fjöldi einkaleyfaisumsókna sem lagðar voru inn hjá Hugverkastofunni á tímabilinu janúar til júní (25) var lægri en á sama tímabili árið 2019 (40) og 2018 (35). Hins vegar fjölgaði alþjóðlegum PCT einkaleyfaumsóknum íslenskra aðila en þær voru 16 fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 5 á sama tímabili árið 2019.

patent_ums_pct_jan-jun_2020.png
Image
Mynd
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Position
Samskiptastjóri
Phone
5809405
E-Mail
@email