Faggilding
Hugverkastofan er hin opinberi faggildingaraðili á Íslandi og hefur með höndum allar tegundir faggildinga bæði þar sem er lagaleg krafa um faggildingu og á sviðum þar sem mönnum er í sjálfsvald sett að faggilda starfsemi sína. Lagalegur grundvöllur faggildingar er lög nr. 24 frá 2006 um faggildingu. Auk þess hafa verið gefnar út tæknilegar reglugerðir með almennum kröfum og sérkröfum fyrir einstök fagsvið. Starfsemi faggildingar heyrir undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

Viltu vita meira?
ISAC - faggildingarsvið er sjálfstætt starfandi svið innan Hugverkastofunnar. Helstu verkefni eru vegna faggildingar en sviðið hefur einnig það verkefni að meta tilnefnda aðila og annast málefni er lúta að reglum OECD um góðar starfsvenjur við rannsóknir (GLP).
Faggildingarsvið Hugverkastofunnar ber einnig nafnið ISAC sem er skammstöfun á ensku heiti sviðsins, Icelandic Board for Technical Accrediation.
