Allt frá árinu 2013 hefur Hugverkastofan haft vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 staðlinum, en þýska vottunarstofan DQS hefur annast úttektir á kerfinu. ISO 9001 staðalinn fjallar m.a. um ábyrgð stjórnenda, stjórnun auðlinda, uppbyggingu ferla vegna framleiðslu og þjónustu, mælingar á starfsemi og hvernig frávik eru greind til þess að stuðla að sífelldum umbótum.
Einn meginþáttur staðalsins snýr að því að hlusta á þarfir viðskiptavina og laga starfsemina að óskum þeirra eins og mögulegt er. Gæðakerfið okkar nær yfir meðferð erinda og þjónustu við viðskiptavini, en einnig stjórnun, umsýslu fjármála og mannauðsmál.
Stefnumiðaðar mælingar eru innbyggðar í gæðakerfið og eru niðurstöður rýndar og greindar í hringrás umbóta í anda staðalsins.

ISO 2015