Stefna Hugverkastofunnar
Þann 1. maí 2021 tók gildi endurskoðuð stefna Hugverkastofunnar til ársloka 2022 og nýtt skipurit.
Þann 1. maí 2021 tók gildi endurskoðuð stefna Hugverkastofunnar til ársloka 2022 og nýtt skipurit.
Undir stefnu þessa fellur öll starfsemi Hugverkastofunnar að undanskilinni starfsemi faggildingar. Stefnan var unnin í samráði við starfsfólk og aðra hagsmunaaðila stofnunarinnar fyrri hluta ársins 2018. Stefnan var endurskoðuð í byrjun árs 2021.
Hugverkastofan fer með málefni hugverka á Íslandi, miðlar þekkingu og er í virku samtali við samfélagið um málefni tengd hugverkarétti.
Hugverkastofan verði þekkingarmiðstöð hugverkaréttinda í hugverkadrifnu samfélagi og sterkur hlekkur í keðju nýsköpunar og atvinnulífs.