Eitt af meginmarkmiðum Hugverkastofunnar er að vera eftirsóknarverður vinnustaður. Stofnunin hefur á að skipa fjölbreyttum og öflugum hópi starfsmanna sem leggur sig fram um að gera góðan vinnustað betri með jákvæðni og góðum samskiptum. Meðal þess sem við gerum til að viðhalda góðu starfsumhverfi er að leggja fyrir starfsfólk reglulegar árangursmælingar þar sem könnuð eru viðhorf starfsmanna til mismunandi þátta eins og starfsánægju, sjálfstæðis til ákvarðanatöku, stuðnings frá stjórnendum og þjálfunar og þróunar. Niðurstöður þessara kannana eru mikilvægt tæki fyrir stjórnendur þar sem í þeim felst regluleg endurgjöf frá starfsmönnum á störf þeirra en þær eru ekki síður mikilvægar fyrir vinnustaðinn í heild því þær gefa góða mynd af upplifun starfsmannanna sjálfra.

Þann 1. júlí voru starfsmenn 36, 27 konur og 9 karlar. Meirihluti starfsmanna eru háskólamenntaðir eða 25 starfsmenn. Flestir þeirrar eru lögfræðingar, þar á eftir kemur menntun í félagsvísindagreinum og viðskiptagreinum. Meðalaldur starfsmanna var 42 ár og starfsaldur var að meðaltali 9 ár.

Title
Starfsfólk Hugverkastofunnar

Meðalaldur
42 ár
Meðalstarfsaldur
9 ár
Kynjahlutfall
27 konur og 9 karlar

Stofnun ársins

Hugverkastofan (þá Einkaleyfastofan) var kjörin stofnun ársins árið 2014 og hefur lent í 2. - 3. sæti á hverju ári síðan þá. Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu og stefnum á að viðhalda þessum árangri næstu árin.

Image
Mynd
Stofnun ársins 2019