Hvað kostar að skrá vörumerki?

Kostnaður við skráningu vörumerkja fer eftir því hversu margir flokkar vöru- eða þjónustu er valdir. Einn flokkur er innifalinn í grunngjaldinu og síðan bætist flokkagjald við fyrir hvern flokk umfram einn. Gjaldskrá

Gott vörumerki er sérkennilegt og grípandi. Neytandinn á auðvelt með að festa sér það í minni og tengja það við viðeigandi vöru og/eða þjónustu.

Vörumerki eiga ekki að lýsa vörunni eða þjónustunni sem um ræðir. Almenn orð eins jöklaferðir, nuddstofan, Hótel Akranes eða Sundhöllin í Kópavogi teljast ekki sérkennileg.  Sama má segja um myndmerki, en myndir af einföldum formum, þekktum táknum eða byggingum teljast sjaldan skráningarhæf.

Vörumerki geta verið orð, myndir, eða samsetning af þessu tvennu. Vörumerki geta líka verið mynstur eða samsetning lita. Þá geta hljóðmerki og margmiðlunarmerki verið vörumerki, en þau samanstanda af hljóði eða samsetningu hljóðs og mynda.

Meira hér

 

Auðveldast er að sækja um vörumerki með rafrænni umsókn. Til þess að nota rafræna formið þarftu að hafa rafræn skilríki eða Íslykil.

Við mælum með að kynna sér  skrefin sem lýsa umsóknarferlinu vel. Þú finnur þau hér.

Vörumerki eru skráð og endurnýjuð til 10 ára í senn. Endurnýja þarf vörumerki til þess að þau haldi gildi sínu. Endurnýja má vörumerki eins oft og eigandi þess óskar.

Hugverkastofan sendir eigendum vörumerkja tilkynningu með tölvupósti þegar komið er að endurnýjun. Þess vegna er mikilvægt að eigendur vörumerkja tilkynni stofnuninni um breytingu á netföngum. Þetta má gera með tölvupósti.

Upplýsingar um endurnýjun

Já, Hugverkastofan getur haft milligöngu um slíka umsókn. 

Ef verndinni er ætlað að ná út fyrir landsteinana þarf að sækja um merkið með alþjóðlegri umsókn.  Sjá meira hér.

Forgangsréttur stofnast þegar sótt er um skráningu vörumerkis í fyrsta skipti. 

Ef þú hefur sótt um vörumerki hér á landi getur þú, innan 6 mánaða frá umsóknardegi, lagt inn umsókn sama efnis í öðru ríki og krafist forgangsréttar frá upphaflegu umsókninni. Seinni umsóknin telst þá lögð inn sama dag og sú fyrsta. Þannig tapast enginn tími ef byrjað er með íslenska grunnumsókn og fyrstu viðbrögð könnuð við henni áður en umsóknarferli erlendis er hafið. Einungis þarf að gæta þess að ekki líði lengra en 6 mánuðir frá umsóknardagsetningu fyrstu umsóknarinnar þar til alþjóðlega umsóknin er lögð fram.

Athugið að eins eða  lík vörumerki geta staðið hlið við hlið ef varan eða þjónustan sem þau eru skráð fyrir skarðast ekki. Dæmi um þetta er vörumerkið THULE, en það er skráð í eigu ótengdra aðila fyrir ólíka vöru/þjónustu, eða fjármálaþjónustu, bjór og farangursbox. 

Ef eigandi skráðs vörumerkis telur að verið sé að brjóta á rétti sínum má byrja  á að benda á skráninguna og þau réttindi sem hún skapar. Ef slíkt dugar ekki má leita til lögfræðings eða Neytendastofu sem hefur eftirlits- og aðgerðaheimildir sem Hugverkastofan hefur ekki.  

Til þess að Neytendastofa geti tekið slík mál til meðferðar verður henni að berast rökstutt erindi með skýrum kröfum auk viðeigandi gagna um tilvist vörumerkjaréttar og meint brot.

Hvað kostar einkaleyfi?

Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvað einkaleyfi kostar í heild sinni. Mjög algengt er að íslensk umsókn sé notuð sem grunnur (forgangsréttur) fyrir umsóknir í öðrum löndum, en einkaleyfi þarf að vernda í hverju landi fyrir sig. Þannig bætist þýðingakostnaður við umsóknargjöld auk þess sem greiða þarf árgjöld af umsókninni í hverju landi fyrir sig.

Í gjaldskrá Hugverkastofunnar má finna upplýsingar um kostnað við íslensku grunnumsóknina, árgjöld og fl.

Með einkaleyfi er hægt að vernda tæknilega útfærslu á hugmynd. Ekki er hægt að vernda hugmyndina sjálfa heldur aðeins útfærslu hennar, s.s. búnað, afurð, aðferð eða notkun.

Uppfinningin verður að vera: 
  • Ný á heimsvísu á umsóknardegi. 
  • Nægilega frábrugðin því sem þegar er þekkt. 
  • Hæf til framleiðslu og hagnýtingar. 
  • Lýst svo skýrt og greinilega að fagmaður geti á grundvelli lýsingar útfært uppfinninguna. 
Uppfinningin má ekki: 

Hafa verið gerð opinber fyrir umsóknardag, hvorki af uppfinningamanni eða umsækjanda sjálfum né öðrum. 

Meira hér.

Við mælum alltaf með því að leita sér aðstoðar sérfræðings í hugverkaréttindum við gerð einkaleyfaumsókna.

Upplýsingar um umsóknarferlið má finna hér.

Gagnagrunnar

Í einkaleyfaleitarvél Hugverkastofunnar má finna öll einkaleyfi sem eru í gildi á Íslandi.

Í Espacenet einkaleyfagagnagrunni Evrópsku einkaleyfastofunnar (EPO) er hægt er að fletta upp eftir leitarorðum (á ensku) og skoða um 110 milljónir einkaleyfaskjöl frá öllum helstu iðnríkjum heims, sem innihalda upplýsingar um uppfinningar og tækniþróun frá árinu 1836.

Samtalsleit

Samtalsleit einkaleyfa er þjónusta sem Hugverkastofan býður upp á í samstarfi við Nordic Patent Institute. Samtalsleit getur gefið hugmynd um nýnæmi uppfinningar en einnig  upplýsingar um hvaða fyrirtæki og aðilar eru starfandi á tilteknu tæknisviði.

Leitin er hugsuð fyrir aðila sem vilja kanna stöðu tæknilegra uppfinninga með tilliti til þeirrar tækni sem þegar er þekkt. 

Meira um samtalsleit.

Hvað kostar að skrá hönnun?

Kostnaður við skráningu hönnunar fer eftir umfangi umsóknarinnar, hvort umsóknin felur í sér eina eða fleiri hannanir (samskráning) og hversu margar myndir umsækjandinn lætur fylgja með umsókninni.

Hönnun er oftast skráð til fimm ára í senn. 

Í gjaldskrá Hugverkastofunnar má finna upplýsingar um kostnað við skráningu hönnunar.

 

Þú getur sótt um með því að fylla út eyðublað um skráningu hönnunar.

Við gerð hönnunarumsóknar er mikilvægt að teikningar og/eða myndir af hönnuninni séu skýrar og að ekkert annað sé á myndunum nema það sem óskað er verndar á. Verndin ræðst af því sem sést á myndunum.

Við mælum með að kynna sér  skrefin sem lýsa umsóknarferlinu vel. Þú finnur þau hér.