Hugverkaréttindi
Hugverk (e. intellectual property - IP) eru iðulega talin vera verðmætustu eignir fyrirtækja, ekki síst þeirra sem vinna að nýsköpun, rannsóknum og þróun. Hugverk eru óáþreifanleg verðmæti sem oft á tíðum skapa grunninn að starfsemi og velgengni fyrirtækja en í mörgum tilvikum eru þau hins vegar falinn fjársjóður sem grafa þarf upp og hlúa að svo þau megi nýta við frekari framgang fyrirtækisins.

Hugverkaréttindi eru viðskiptatæki
Sum hugverkaréttindi eru háð skráningu (einkaleyfi, vörumerki, hönnun) en önnur má vernda með öðrum viðeigandi ráðstöfunum. Ætíð þarf að meðhöndla og stjórna hugverkum á ábyrgan og skipulagðan hátt til að halda utan um og hámarka verðmæti þeirra.
Hugverk og hugverkaréttindi eru viðskiptatæki sem hægt er að nota til að ná markmiðum á sviði viðskipta, við nýsköpun og í markaðsstarfi.
Mikilvægt er að hafa í huga að þó hugverkaréttindum sé skipt upp í tiltekin svið, geta þau öll átt við um einn og sama hlutinn. Þá er einnig mikilvægt, áður en haldið er af stað í umsóknarferli að kanna hvaða réttindi eru þegar til.

Vissir þú að...
Hugverkaréttindi eru viðskiptatæki og eru oft helstu verðmæti fyrirtækja?
Sumar tegundir hugverkaréttinda öðlast þú sjálfkrafa án þess að þurfa að skrá?
Upplýsingar um skráð hugverk er hægt að nálgast í hinum ýmsu hugverkagagnagrunnum?
Hugverkaréttindi geta auðveldað þér að sækja fjármagn og koma nýsköpun þinni á markað?
Skráningar hugverka eru landsbundnar þannig að þú þarft að huga að öllum þeim landsvæðum þar sem þú vilt að skráningin taki gildi?
Af hverju eru hugverk mikilvæg?
Þekking og rétt meðhöndlun á hugverkum getur verið gríðarlega mikilvægt fyrir fyrirtæki. Þess vegna er mikilvægt að vita að:
- Hvaða leiðir standa til boða til að vernda hugverkin þín
- Hvaða hugverk þú átt
- Hvaða vernd ólíkar tegundir hugverkaréttinda veitir
- Hvort það sé nauðsynlegt að skrá eða hvort rétturin skapist sjálfkrafa

Title
Skráð hugverk á Íslandi
Hvað er verndað? | Í hverju felst rétturinn? | Dæmi | |
---|---|---|---|
Vörumerki | Sýnileg tákn sem eru notuð til þess að auðkenna vörur og þjónustu |
Einkaréttur á að nota merkið Getur bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi vörumerki sem eru eins eða lík vörumerki hans |
Coca-Cola merkið, orðmerkið "Eimskip" |
Einkaleyfi | Tæknileg útfærslu á hugmynd | Einkaréttur á því að nota uppfinninguna í ákveðinn tíma. | Lyf |
Hönnun | Útlit vöru eða hluta vöru sem ræðst af einstökum þáttum eða skreytingu hennar |
Einkarétt til að hagnýta hana Réttur til að banna öðrum að hagnýta sér viðkomandi hönnun |
Húsgögn, úr |
Höfundaréttur | Upprunaleg verk |
Einkaréttur á að birta Einkaréttur á að fjölfalda Sæmdaréttur |
Bækur, kóði, tónlist, ljósmyndir |
Viðskiptaleyndarmál | Verðmætar og leyndar viðskiptaupplýsingar | Vernd gegn óréttmætri nýtingu þriðja aðila á viðskiptaleyndarmáli | Uppskriftin að Coca-Cola |
Hvernig vilt þú vernda þína nýsköpun?
Einkaleyfi
Ertu með uppfinningu? Kannski er einkaleyfi málið.
Vörumerki
Til hvers eru vörumerki og hvernig vernda ég vörumerkið mitt?
Hönnun
Starfar þú á sviði hönnunar? Ef svo eru þá getur verið vit í því að vernda hugverkið þitt með skráðri hönnun. Hönnunarréttur er eignarréttur sem getur verið verðmætur.
Höfundaréttur
Hvað er höfundaréttur og hvernig get ég notað hann til að vernda hugverkin mín?
Viðskiptaleyndarmál
Viðskiptaleyndarmál geta verið ein helstu verðmæti fyrirtækis þíns. En hvernig virka þau?