Hugverkaréttindi
Hugverk (e. intellectual property - IP) eru iðulega talin vera verðmætustu eignir fyrirtækja, ekki síst þeirra sem vinna að nýsköpun, rannsóknum og þróun. Hugverk eru óáþreifanleg verðmæti sem oft á tíðum skapa grunninn að starfsemi og velgengni fyrirtækja. Í mörgum tilvikum eru hugverk falinn fjársjóður sem nýta má við frekari framgang fyrirtækisins.
