Hvað er samtalsleit?

Í stuttu mál er samtalsleit (e. collaborative search) fjarfundur með dönskum einkaleyfa rannsakanda frá Nordic Patent Institute (NPI) sem leitar kerfisbundið að þekktri tækni í einkaleyfaskjölum sem getur mögulega haft eitthvað að segja um nýnæmi þeirra á uppfinningu sem lögð er á borðið. Leitin er ætluð að gefa uppfinningamanninum betri hugmynd um nýnæmi uppfinningar sinnar. 

Fundurinn fer fram í gegnum forritið Skype (for Business) og getur farið fram í einu af fjarfundarherbergi Hugverkastofu eða í tölvu umsækjanda ef viðkomandi er með aðgang að Skype. Fundurinn fer fram á ensku eða dönsku.  

Hún getur til dæmis gagnast þeim sem eru á fyrstu stigum í rannsóknar- og þróunarferli til að ákveða hvaða stefnu er rétt að taka varðandi mögulega einkaleyfisvernd. 

Þjónustan felur í sér tveggja tíma fjarfund með rannsakanda frá NPI. Á fundinum er farið í gegnum hugmyndina og leitað að þegar þekktri tækni í öflugum einkaleyfagagnagrunnum. Slíkir gagnagrunnar innihalda upplýsingar um mikinn fjölda einkaleyfa og umsókna um einkaleyfi, en talið er að í þeim sé hægt að finna 80-90% af allri tækniþekkingu í heiminum. 

Samtalsleit getur þannig gefið hugmynd um nýnæmi uppfinningar en einnig  upplýsingar um hvaða fyrirtæki og aðilar eru starfandi á tilteknu tæknisviði. Slíkar upplýsingar geta t.d. nýst aðilum sem eru að leita að samstarfi eða mögulega fjárfestingum á síðari stigum í rannsóknar- og þróunarferlinu. 

Til þess að tryggja að rannsakandinn hafi þekkingu og reynslu á tæknisviði uppfinningarinnar þarf að fylla út eyðublað og lýsa uppfinningunni í grófum dráttum. Eyðublaðið er síðan sent til NPI sem finnur besta rannsakandann fyrir leitina.  

  • Samtalsleit gefur mynd af stöðu uppfinningar m.t.t. þegar þekktrar tækni. 

  • Niðurstöður leitarinnar eru ekki staðfesting á nýnæmi uppfinningar. 

  • Allt efni fundarins er trúnaðarmál. 

Verð samkvæmt gjaldskrá. 

Gjaldskrá