Samtalsleit einkaleyfa (Test your idea - Collaborative Search)

Tilgangur samtalsleitarinnar er auðvelda mat á verðmæti og nýnæmi uppfinningar áður en frekara fjármagni og tíma er varið til frekari þróunar, markaðssetningar, öflun fjármagns eða að leggja fram einkaleyfisumsókn. Leitin fer þannig fram að rannsakandi og uppfinningamaður og/eða fulltrúi hans leita saman í einkaleyfagagnabönkum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nýnæmisleit er einkum ætlað að varpa ljósi á það hvort uppfinning er ný eða einkaleyfishæf eða sem grundvöllur fyrir vel rökstudda einkaleyfisumsókn.

Greining á frelsi til athafna er e.k. kortlagning á tækni, t.d. sem innblástur við upphaf þróunarverkefnis, til að afla upplýsinga um samkeppnisaðila og sem grundvöllur fyrir mati á tækifærum, hindrunum og annarri áhætta fyrir nýja starfsemi á tilteknu svæði.

Í greiningu á gildi einkaleyfis er reynt er að finna gögn (önnur einkaleyfi, rannsóknariniðurstöður, greinar osfrv.) sem hægt er að nota til að rökstuðnings í andmælum gegn einkaleyfi eða málaferli. 

Greining á mögulegum hindrunum (Clearance search) er til að komast að því hvort varan eða uppfinning brýtur gegn gildandi réttindum á tilteknum svæðum, til að koma í veg fyrir óþarfa fjárfestingar í framleiðslu og markaðssetningu eða sem innblástur til að breyta vörunni/uppfinningu og þannig koma í veg fyrir brot á gildandi réttindum.

Nordic Patent Institute

Nordic Patent Institute er alþjóðleg stofnun sem Ísland, Danmörk og Noregur eru aðilar að. Stofnunin var sett á stofn með það að markmiði að viðhalda tækniþekkingu innan Norðurlandanna og bjóða uppá hraða og góða þjónustu við rannsóknir á einkaleyfum, á samkeppnishæfu verði.
Stofnunin er alþjóðleg rannsóknastofnun sem framkvæmir greiningar á nýnæmis- og einkaleyfishæfi alþjóðlegra PCT umsókna.
Nordic Patent Institute annast einnig rannsóknir á einkaleyfum og uppfinningum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þar með talið íslensk fyrirtæki.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu NPI en einnig er hægt að hafa beint samband hér fyrir neðan.

Image
Mynd
NPI logo