Þjónusta Nordic Patent Institute (NPI)
Nordic Patent Institute er alþjóðleg stofnun sem Ísland, Danmörk og Noregur eru aðilar að. Stofnunin var sett á stofn með það að markmiði að viðhalda tækniþekkingu innan Norðurlandanna og bjóða uppá hraða og góða þjónustu við rannsóknir á einkaleyfum, á samkeppnishæfu verði.
Stofnunin er alþjóðleg rannsóknastofnun sem framkvæmir greiningar á nýnæmis- og einkaleyfishæfi alþjóðlegra PCT umsókna.
Nordic Patent Institute annast einnig rannsóknir á einkaleyfum og uppfinningum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þar með talið íslensk fyrirtæki.
