Hvað nær höfundaréttur yfir?
Höfundarréttur verndar gegn óleyfilegri eintakagerð eða aðlögun teikninga, rita eða ljósmynda er lýsa hugmynd ykkar, í fjölda ára. Hann verndar ekki hugmyndina sjálfa, en er í sumum tilfellum eina virka leiðin til að vernda hugverkaeign ykkar, t.d. ef um er að ræða tölvukóða.
Hvernig skapast höfundaréttur?
Ekki þarf að sækja um skráningu af neinum toga til að höfundaréttarvernd stofnist. Höfundarréttur kostar ekkert og verður til af sjálfu sér. Hann skiptir máli vegna þess að á grundvelli hans má auðveldlega segja til um hvenær hugmynd kemur fram eða hvenær hún breytist. Hins vegar veitir hann enga vernd gegn þeim sem kemur á eigin spýtur fram með sömu hugmynd eða svipaða. Samkeppnisaðili getur sagt það tilviljun að hugmynd hans líkist ykkar eða að ykkar hugmynd sé eftirlíking af hans.