Hönnun
Starfar þú á sviði hönnunar? Ef svo eru þá getur verið vit í því að vernda hugverkið þitt með skráðri hönnun. Hönnunarréttur er eignarréttur sem getur verið verðmætur.
Frá sjónarhóli hugverkaréttar er með hugtakinu hönnun átt við útlit vöru eða hluta vöru sem ræðst af einstökum þáttum eða skreytingu hennar. Útlit vörunnar ræðst fyrst og fremst af formi hennar þó aðrir þættir geti einnig haft áhrif, svo sem litur og efni.
Mynd

Til hvers að skrá hönnun?
- Mikilvægt að skrá hönnun ef verja þarf hana fyrir ágangi annarra.
- Skráð hönnun verndar útlit vöru og eiganda skráðrar hönnunar er tryggður eignarréttur gegn afritun eða eftirlíkingu.
- Skráning hönnunar skapar eiganda hennar einnig traustari grundvöll ef til ágreinings kemur, t.d. til að krefjast lögbanns.
Image
Mynd

Aðstoð sérfræðinga
Þegar hugað er að verndun hugverka er getur verið gott að leita ráðgjafar hugverkaréttindasérfræðinga. Hægt er að sjá lista yfir umboðsmenn vörumerkja- og einkaleyfa á heimasíðu FUVE.
Image
Mynd
