Hvað eru viðskiptaleyndarmál?

Viðskiptaleyndarmál geta verið ýmiss konar upplýsingar sem hafa viðskiptalegt gildi og er því vert að halda leyndum. Upplýsingarnar geta t.d. varðað áætlanir, þekkingu eða ferla en einnig náð yfir t.d. algrím eða reiknirit (e. algorithm) sem fyrirtæki nota í hugbúnaðarlausnum. Viðskiptaleyndarmál geta einnig náð yfir framleiðsluaðferðir eða tækni sem mögulegt er að halda leyndum.

Image
Mynd
USB lykill

Ertu með viðskiptaleyndarmál?

Viðskiptaleyndarmál geta verið ýmiss konar upplýsingar sem eru verðmætar fyrirtækjum og er vert að halda leyndum. Upplýsingarnar geta t.d. varðað áætlanir, þekkingu eða ferla en einnig náð yfir t.d. algrím eða reiknirit (e. algorithm) sem fyrirtæki nota í hugbúnaðarlausnum. Viðskiptaleyndarmál geta einnig náð yfir framleiðsluaðferðir eða tækni sem mögulegt er að halda leyndum.

Samkvæmt lögum 131/2020 um viðskiptaleyndarmál þurfa upplýsingar að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að geta talist sem viðskiptaleyndarmál. Viðskiptaleyndarmál eru upplýsingar sem:

  • eru leyndarmál í þeim skilningi að þær eru ekki, sem heild eða í samskipan og samsetningu einstakra hluta þeirra, almennt þekktar eða auðvelt að nálgast meðal aðila í hópum sem venjulega fjalla um þá tegund upplýsinga sem um er að ræða,
  • hafa viðskiptalegt gildi vegna þess að þær eru leyndarmál,
  • einstaklingur eða lögaðili ræður löglega yfir og hefur gert eðlilegar ráðstafanir eftir aðstæðum til að halda leyndum.

 

Til að koma í veg fyrir að mikilvægar og verðmætar upplýsingar leki til samkeppnisaðila getur verið gott að skilgreina og halda skrá yfir hvaða upplýsingar fyrirtækisins geta flokkast undir viðskiptaleyndarmál og gera viðeigandi ráðstafanir til að halda þeim leyndum.

Mikilvægt er að takmarka aðgengi að þessum upplýsingum þannig að aðeins þeir sem þurfa að hafa aðgengi geti nálgast þær. Sé nauðsynlegt fyrir aðila að hafa aðgengi að viðskiptaleyndarmáli er gott að huga að notkun leyndarsamninga.

Leyndarsamningur (e. non disclosure agreement) geymir skriflegt loforð aðila um að nota sér hvorki né veita öðrum upplýsingar um hugmynd, og verndar þannig hugmyndina því hver sem brýtur skilmála leyndarsamnings þarf að sæta lagalegri ábyrgð.

Einnig er mikilvægt að huga að leyndarklásúlum í starfsmannasamningum þeirra sem hafa aðgengi að viðskiptaleyndarmálum.

Þótt trúnaðarupplýsingar séu ekki lögformleg hugverkaréttindi eru þær skyldar hugverkum og oft taldar til þeirra. Algengasta tegund verndar á trúnaðarupplýsingum er leyndarsamningur . Slíkur samningur geymir skriflegt loforð aðila um að notfæra sér hvorki né veita öðrum upplýsingar um hugmynd, og verndar þannig hugmyndina því hver sem brýtur skilmála leyndarsamnings þarf að sæta lagalegri ábyrgð.

Leyndarsamningar veita vernd á öllum stigum þróunar hugmyndar, hvað sem líður öðrum tegundum hugverkaréttinda og jafnvel löngu eftir að hugmyndin er komin á markað. Á netinu er hægt að finna margvísleg uppköst að leyndarsamningum. Hins vegar kann að vera viturlegt að leita ráðgjafar lögfræðings ef aðili hyggst búa til sína eigin útgáfu.

Sennilega er stærsta vandamálið að fá aðra til að undirrita leyndarsamninginn. Mörg stærri fyrirtæki líta þannig á að ekki sé gagn að leyndarsamningum nema þau hafi verulegan áhuga á hugmyndinni. Því er mikilvægt að skilgreina hvaða upplýsingar eru mikilvægar hugmyndinni og takmarka aðgengi að þeim. Þannig er hægt að skilgreina hvaða upplýsingum skal halda leyndum og hvað má tala um opinberlega og í viðræðum við fjárfesta og aðra aðila.

Hvernig geta upplýsingar verið viðskiptaleyndarmál?

Samkvæmt tilskipun Evrópusambandins um viðskiptaleyndarmál þurfa upplýsingar að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að geta talist sem viðskiptaleyndarmál :

•    Þær eru leyndarmál í því tilliti að þær eru ekki almenn vitneskja eða aðgengilegar aðilum á viðeigandi sviði.
•    Þær eru verðmætar vegna þess að þær eru leyndarmál.
•    Gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana til að halda þeim leyndum.

Ath: Reglugerð Evrópusambandsins um viðskiptaleyndarmál hefur verið samþykkt af sameiginlegu EES nefndinni og bíður innleiðingar á Íslandi.

Image
Mynd
Hugverkaáætlun