Vörumerki
Vörumerki eru oft verðmætustu eignir fyrirtækja og mikilvægt að halda vel utan um þau og vernda.
Það fer mikill tími og vinna í að byggja upp fyrirtæki. Í nafni, orðspori og viðskiptavild felast mikil verðmæti sem eru vernduð með vörumerki fyrirtækisins, vöru þess eða þjónustu. Þú vilt ekki að þriðji aðili nýti sér þessi verðmæti.
Það er því vit í því að vernda nafn, vörumerki og myndmerki fyrirtækisins. Þannig ert þú í sterkari stöðu gagnvart öðrum aðilum sem vilja nýta sér árangur þinn. Það minnkar einnig áhættuna á ágreiningi sem getur verið kostnaðarsamt.
