Hvað eru vörumerki?

Hægt er að skrá ýmsar gerðir og tegundir vörumerkja.

Image
Mynd
Hugverk vörumerki

Til hvers að skrá vörumerki?

Til hvers eru vörumerki?
  • Vörumerki eru notuð til að aðgreina vöru eða þjónustu á markaði
  • Vörumerki má nota til að halda utan um orðspor, ímynd og viðskiptavild fyrirtækja
  • Vörumerki eru viðskiptatæki sem nota má til að laða að fjárfesta, vinna nýja markaði og finna samstarfsaðila
  • Vörumerki eru ekki til að lýsa vörunni eða þjónustunni.
Til hvers að fá vörumerki skráð?
  • Mikilvægt er að skrá merki ef verja þarf það fyrir ágangi annarra. Skráning vörumerkis gefur eiganda einkarétt á að nota merkið og getur hann þá bannað öðrum að nota í atvinnustarfsemi vörumerki sem eru eins eða lík vörumerki hans
  • Vörumerki eru viðskiptatæki sem geta hjálpað að laða að fjárfesta, komast á nýja markaði og finna samstarfsaðila
  • Vörumerki eru oft verðmætustu eignir fyrirtækja
  • Skráð vörumerki sýnir skýran eignarétt. Til þess að sanna eignarétt á grundvelli notkunar eingöngu þarf að halda vel utan um öll gögn sem staðfest geta notkun merkisins sem vörumerkis fyrir tilteknar vörur/þjónustu, jafnvel langt aftur í tímann

Sækja um skráningu vörumerkis

Hér má sækja um skráningu vörumerkis á Íslandi. Skráð vörumerki veitir eiganda þess einkarétt á að nota merkið hér á landi fyrir þá vöru og/eða þjónustu sem tiltekin er í umsókninni.

Image
Mynd
Rafræn þjónusta

Endurnýjun vörumerkjaskráningar

Vörumerkjaskráning gildir í 10 ár frá umsóknardagsetningu. Að þeim tíma liðnum er hægt að endurnýja skráninguna til 10 ára í senn, eins oft og eigandi þess óskar.

Image
Mynd
Málsmeðferð og stefna placeholder

Verndun erlendis

Vörumerki sem skráð eru hjá Hugverkastofunni er einungis vernduð á Íslandi.  Ef markaðssetning er fyrirhuguð erlendis, er mikilvægt að skrá vörumerkið einnig í öðrum löndum.

Mikilvægt er að huga að því í hvaða löndum þú sérð fyrir þér að vera á markaði í nálægri framtíð og huga að vörumerkjaskráningu.

Ýmsar leiðir eru í boði, en hægt er að skrá vörumerki í alþjóðlegt ferli hjá Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO) með milligöngu Hugverkastofunnar. Einnig er hægt að skrá ESB-vörumerki hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO).

Image
Mynd
skráning erlendis - placeholder

Þarftu aðstoð með vörumerkjavernd?

Hugverkaráðgjöf

Vantar þig aðstoð við að fóta þig í heimi hugverkaréttinda? Hafðu samband og kíktu í heimsókn.

Samanburðarleit fyrir vörumerki

Ert þú með hugmynd að vörumerki? Veist þú hvort að vörumerkið sé einstakt?